14.12.1949
Sameinað þing: 10. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í D-deild Alþingistíðinda. (3478)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég þakka hv. form. fjvn. fyrir greinargóð svör og mælist fastlega til þess við hv. n.; að hún kynni sér, hvenær jólaleyfi verður gefið, og að hún afgreiði málið frá sér svo fljótt, að Alþingi geti tekið um það fullnaðarákvarðanir fyrir þann tíma. Hér er um að ræða brýnt hagsmunamál þúsunda manna um allt land, og er mér óhætt að fullyrða, að það mundi valda miklum vonbrigðum, ef málið fær ekki afgreiðslu áður en þm. fara heim fyrir jól. (PO: Eru þetta hótanir?) Ég vil því enn ítreka nauðsyn þess, að málið fái afgreiðslu fyrir jólaleyfi.