19.12.1949
Sameinað þing: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í D-deild Alþingistíðinda. (3488)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Ég hefði talið réttara upp á vinnubrögð, að þeir aðrir, sem eru á mælendaskrá, töluðu fyrst, og get ég beðið, þar til þeir hafa talað. Hins vegar tel ég, að hæstv. forseti hafi ekki sýnt þeim þm. nærgætni, með því að gefa ekki kaffihlé, sem setið hafa á fundi allan fundartímann og eiga þess ekki kost að fara í kaffi. Annars skal ég ekki kvarta.