19.12.1949
Sameinað þing: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í D-deild Alþingistíðinda. (3491)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Það er aðeins eitt atriði, sem okkur hv. 3. landsk. þm. og mér hefur komið saman um undir þessum umr. hér, og það er, að hæstv. aðalforseti hafi ekki sýnt nægilega nærgætni gagnvart þm. með því að gefa ekki hlé í þessum umr. Þær hafa nú staðið frá kl. 9 í kvöld og því í meira en fjórar klst. og standa kannske fram á morgun. Og mér finnst það ekki mildileg meðferð á hv. þm., að hæstv. forseti gefi ekki hlé, ef þessari umr. á að verða lokið nú. Og ég vil heyra, hvort hæstv. forseti sér, sér ekki fært að gefa 15 mínútna hlé hér, áður en umr. er haldið áfram. Hér hafa verið haldnar margar ræður, sem ég hef ekki getað farið frá, og mælist ég til að fá að heyra orð hæstv. forseta.