20.12.1949
Sameinað þing: 12. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í D-deild Alþingistíðinda. (3511)

25. mál, uppbætur á laun opinberra starfsmanna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég viðurkenni fúslega, að gild rök má færa fyrir uppbótargreiðslum til þessara manna, ef aðrir hærra launaðir fá þær. En með brtt. á þskj. 120 er blandað saman alveg óskyldum málum, því að aðaltill. staðfestir aðeins bráðabirgðalausn. Þótt ég því greiði atkv. með aðaltill., þá sé ég mér ekki fært að greiða þessari till. atkv. og segi því nei.