19.12.1949
Sameinað þing: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (3578)

2. mál, heimilistæki

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég tek nú til máls eingöngu vegna þess, að mér skildist, að n. hefði ekki athugað brtt. á þskj. 104, en sú brtt. fjallar um grundvallarbreytingu á skipun þessara mála frá því, sem verið hefur, og mér finnst íhugunarvert að fresta fundi um stund og n. athugi málið. Ef ætlunin er að skapa einokun í þessum innflutningi, þá þarf það íhugunar við. Það væri t. d. athugandi, hvort ekki mætti tengja saman það tvennt, að sé takmörkuð álagning innflytjenda. hvort eigi megi líka takmarka hana hjá hinum, sem framleiða vélar í landinu sjálfu. En mér virðist n. leggja áherzlu á, að verði sem flestar framleiddar innanlands. Þá er ástæðulaust, eigi að takmarka álagningarheimildina hjá innflytjendum, en mér er annars ókunnugt um, hversu sanngjörn sú till. er, að hafa ekki tilsvarandi álagningarheimild á hinu. En þetta er varhugavert. Þótt málið sé þarft, skiptir engu, hvort till. er samþ. degi fyrr eða degi síðar. Leyfi ég mér að spyrja hæstv. forseta, hvort ekki mundi unnt að fá málinu frestað í ljósi þeirrar till., sem fyrir liggur.