01.03.1950
Sameinað þing: 29. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í D-deild Alþingistíðinda. (3595)

124. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (StgrSt):

Nú hefjast útvarpsumr. um till. á þskj. 362, um vantraust á ríkisstjórnina. Umferðir verða tvær, og hefur hver flokkur til umráða 45 mínútur, 30 mín. í fyrri umferð og 15 mín. í þeirri síðari. Fari einhver flokkur fram úr sínum tíma í fyrri umferð, verður það dregið frá tíma flokksins í síðari umferð. Hins vegar verður ekki heimilað að geyma tíma frá fyrri umferð til síðari umferðar.

Röð flokkanna verður þessi: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur, Alþýðuflokkur.

Þá tekur til máls 1. flm. till., hv. þm. Str., Hermann Jónasson, og talar af hálfu Framsfl.