25.01.1950
Sameinað þing: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (3634)

24. mál, læknisbústaður á Reykhólum

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að leggja þá spurningu fyrir frsm. fjvn., hvort leitað hafi verið umsagnar landlæknis um þetta mál, sem hér er til umr. Ég var að lesa yfir nál. og sá þar ekki neitt um það, hvort umsagnar landlæknis hefur verið leitað. Hins vegar tel ég eðlilegt og rétt, að leitað sé álits heilbrigðisyfirvaldanna, þar sem um algerlega nýtt fyrirkomulag á rekstri læknisbústaða er að ræða.