25.01.1950
Sameinað þing: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í D-deild Alþingistíðinda. (3635)

24. mál, læknisbústaður á Reykhólum

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Út af fyrirspurn þm. N-Þ. vil ég upplýsa, að álits landlæknis hefur ekki verið leitað í sambandi við þetta mál. Mér sem formanni nefndarinnar þótti ekki ástæða til þess, vegna þess að þetta mál grípur ekki inn á verksvið landlæknis. Ég skil ekki hræðslu þm. við þetta mál eða hvað veldur því, að hann óskar eftir áliti landlæknis. Hér er aðeins um að ræða tilboð þess efnis, að ríkið taki við miklum eignum endurgjaldslaust, og ekkert ákveðið fordæmi skapað varðandi rekstur læknisbústaða yfirleitt, því að í báðum þeim tilfellum, sem þáltill. fjallar um, er um algera sérstöðu að ræða.