25.01.1950
Sameinað þing: 21. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í D-deild Alþingistíðinda. (3642)

24. mál, læknisbústaður á Reykhólum

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Út af því, sem frsm. fjvn. sagði, vil ég taka fram, að till. mín um það, að málinu verði frestað, er fyrst og fremst fram komin af því, hvernig málið hefur snúizt í hv. n. Þar hafa sem sé komið fram fleiri en ein skoðun, enda þótt n. hafi lagt til, að till. væri samþ., og þess vegna tel ég eðlilegt og rétt að gefa heilbrigðisstj. tækifæri til að segja sitt álit á málinu. Það er alls ekki meiningin að bregða fæti fyrir málið með þessari till., heldur hitt, að gefa þm. tækifæri til að athuga það nánar og landlækni kost á að láta í ljós sitt álit. Vilji nefndin hins vegar ekki leita álits landlæknis, þá mætti þrátt fyrir það fresta málinu til nánari athugunar, og vænti ég, að frsm. n. geti fallizt á það.