11.01.1950
Efri deild: 27. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í B-deild Alþingistíðinda. (373)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Forseti (BSt):

Út af því, sem hér hefur komið til orða, að n. taki til sérstakrar athugunar brtt., sem hér liggur fyrir, milli umr., skal ég geta þess, að ég hef hugsað mér, eftir ósk ríkisstj., að reyna að ljúka þessu máli í nátt, ef þess er nokkur kostur, og þess vegna býst ég ekki við, að n. eigi þess kost að athuga þessa till. á þann hátt, sem hefur verið minnzt á. Vildi ég, áður en umr. lýkur, bæði heyra frá ríkisstj., hvort hún óskar þess, og eins hvort hv. flm. till. vil] taka hana aftur við þessa umr. í þessu skyni. Ef hvorugt er fyrir hendi, þá sé ég mér ekki fært annað en halda málinu áfram, ef tími vinnst til, nema því aðeins, að d. með atkvgr. óski þess, að n. taki till. til athugunar.