12.01.1950
Neðri deild: 28. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (400)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Gylfi Þ. Gíslason:

Ég taldi það hæpna braut, sem út á var farið í fyrra, er horfið var að því ráði að heimíla sérstaka álagningu á vissar innfluttar vörur, sem keyptar eru fyrir tilteknar útflutningsvörur. Þó gat þetta verið verjandi, þegar um var að ræða útflutningsvörur, sem vitað var, að ekki yrðu framleiddar að öðrum kosti, en að því er snertir aðrar vörur tel ég, að slíkt eigi ekki að koma til greina, enda hér þá í rauninni um að ræða „partiella“ gengisbreytingu í mjög óheppilegu formi. Ástæðan til þess, að ég greiði atkvæði með þessari brtt.; er því ekki sú, að ég telji, að bæta eigi lifrinni við hinn svo kallaða „frílista“, sem ég er andvígur, heldur hitt, að ég tel ekki verjandi að samþykkja nú ríkisábyrgð á einni vörutegundinni enn. Ég segi því já.

Brtt. 218 kom ekki til atkv.

Frv., svo breytt, samþ. með 28 shlj. atkv. og endursent Ed.