12.01.1950
Efri deild: 30. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í B-deild Alþingistíðinda. (409)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Forseti (BSt):

Það er gleðilegt að sjá d. svona fjölskipaða nú, og vildi ég óska, að svo yrði framvegis, þegar hér þarf að halda fundi og afgreiða mál, og vil ég geta þess, að það er nú skylda hv. alþm. að mæta á fundum, nema þeir hafi forföll og tilkynni þau forseta, og hafa hv. þdm. vel rækt þá skyldu nú á þessum fundi, sem gleður mig.