10.05.1950
Sameinað þing: 47. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 423 í D-deild Alþingistíðinda. (4094)

907. mál, lán byggingarsjóðs af gengishagnaði

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því í sambandi við þessa fyrirspurn, að mér finnst, að hv. 8. þm. Reykv. hefði strax í upphafi máls síns átt að hafa áhuga fyrir því, hvort það fé, sem veita á til bæjarbygginga í sambandi við sömu l., væri ekki komið til skila. Ég held það séu 300 íbúðir í smíðum hjá bæjarfélaginu, en 10–20 íbúðir hjá byggingarfélagi verkamanna. Ég bjóst við því, að í svari hæstv. fjmrh. mundu koma frekari upplýsingar um þetta efni, og menn gerast nú lítilþægir, þegar þeir gera sig ánægða með þau svör, sem hæstv. ráðh. gaf við þessari fyrirspurn, en kannske hefur hæstv. ráðh. ekki fundizt nein þörf á fyrirspurninni og þess vegna gefið slíkt svar.