15.12.1949
Efri deild: 14. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl.

Hermann Jónasson:

Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þessi svör. Ég skil þetta svo, sem er líka vitanlegt, að það er öllum ljóst, að ekki verður hjá því komizt að leggja þessar till. fram nú alveg næstu daga og þyrfti að vera búið, vegna þess að undanfarið hefur það alltaf verið gert of seint, þar sem þetta hefur verið gert rétt fyrir jólin. Ég skil svör hæstv. ráðh. svo, að það hafi verið landsfundur ísl. útvegsmanna, sem hafi verið að ræða þessi mál, og honum hafi ekki verið lokið fyrr en í morgun og verið sé að vinna úr þessum till. og till. ríkisstj. komi strax upp úr þessu, eftir að fundinum er lokið. Það má vissulega ekki, eins og okkur kemur saman um, vera neinn dráttur á því, ef á að ljúka því máli fyrir jólin, eins og gert hefur verið og þótt nokkuð seint, vegna þess undirbúnings, sem þarf að hafa í þessum efnum.