10.05.1950
Sameinað þing: 47. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í D-deild Alþingistíðinda. (4104)

909. mál, endurskoðun launalaganna o.fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það hefur setið n. á rökstólum til þess að endurskoða launakjör starfsmanna ríkisins, og sú n. hefur ekki skilað áliti enn þá, en hefur samt lokið störfum, þannig að frv. eða nál. hefur ekki borizt ríkisstj. enn þá. Hins vegar hefur ríkisstj. átt þess kost að kynna sér nokkuð drög að frv. til nýrra launal., sem n. hefur unnið að, en ríkisstj. mun ekki telja sér fært, eins og hv. þm. geta ráðið í, að leggja fyrir þetta þing frv. til nýrra launal. Varðandi uppbæturnar þá hefur ríkisstj. verið að ræða það mál undanfarið og er með það í deiglunni, og er óhætt að segja, að ákvörðun um það verði tekin á morgun svo snemma, að því verði útbýtt með till. ríkisstj. í sambandi við fjárl.