10.05.1950
Sameinað þing: 47. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í D-deild Alþingistíðinda. (4109)

910. mál, ráðstöfun á gengishagnaði

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég get vísað til þeirra talna, sem ég nefndi áðan og hv. þm. hefur tekið til greina. Ég get ekki betur séð, ef gengishagnaðurinn verður 16 millj., en að hluti byggingarsjóðs verkamanna verði 3½ millj., og ef hann verður 18 millj., þá verði þessi hluti 4 millj. Varðandi greiðslurnar þá skil ég l. svo, að bankarnir eigi að standa skil á þessu jafnóðum og upplýst er, hvað mikið á að greiða til þessara stofnana, og ég vænti þess, að það sé ekkert til fyrirstöðu af þeirra hendi á því, að það fari þannig fram.