07.02.1950
Sameinað þing: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (4150)

16. mál, Evrópuráðið

Páll Zóphóníasson:

Ég hef ekki sannfærzt um það, að við höfum neitt að gera við að fara inn í það málfundafélag, sem þetta Evrópuráð er. Það hefur ekki úrslitavald í neinum málum. Það getur bara talað fallega um hlutina. Hins vegar mun það kosta talsvert á annað hundrað þúsund krónur á ári, þó að hv. frsm. segi, að það kosti 100 þús. kr. Ég sé eftir þessu fé í þeim gjaldeyrisvandræðum, sem við eigum nú við að búa. Ég er því á móti till. og segi nei.