12.01.1950
Sameinað þing: 18. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

81. mál, ríkisábyrgð á útflutningsvörum bátaútvegsins o.fl.

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Afgreiðslu Alþingis á frv. ríkisstj., eins og það nú litur út, skil ég svo, að þingið líti á þetta sem bráðabirgðaráðstöfun eingöngu og að það sé þess vegna óhagganlegur ásetningur þingsins að gera varanlegar ráðstafanir fyrir 1. marz n. k., er tryggi hag ríkissjóðs. Ég segi því já.