13.01.1950
Efri deild: 32. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í B-deild Alþingistíðinda. (440)

51. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér um ræðir, er framlenging á tollaákvæðum, er giltu á síðasta ári, og er því í rauninni einn liður til viðbótar við þau tollafrv., sem framlengd voru fyrir áramót. Þetta frv. var lagt fram jafnt og hin, en hafði af einhverjum ástæðum gleymzt við afgreiðsluna fyrir áramót. Hins vegar hafa þessir tollar verið innheimtir frá áramótum og þar af leiðandi brýn nauðsyn, að frv. fái staðfestingu strax. Ég hef því beðið hæstv. forseta að taka það á dagskrá í dag og vil leyfa mér að óska, að það gæti gengið í gegnum allar umr. og hlotið afgreiðslu í kvöld. Til þess að tefja ekki tímann um of og ef enginn mælir því gegn, þá legg ég til, að frv. fari ekki til nefndar.