13.01.1950
Efri deild: 32. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 201 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

51. mál, tollskrá o.fl.

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir gefast hér sérstakt tilefni til þess að svara ásökunum þm. Str. í sambandi við fjármál ríkisins. Hér er nefnilega á ferðinni eitt af þeim mörgu tollafrv., sem þessi hv. þm. og hans flokkur eru upphaflega höfundar að, en það hefur alltaf verið stefna Framsfl. að auka tolla og hækka skatta. Hér er því um að ræða gamlan kunningja þm. Str. (PZ: Hver hefur verið fjmrh. undanfarið, og hverjir hafa samþ. þessar tollahækkanir?) Vill ekki þm. halda sér saman. — Út af þeim ásökunum, sem fram hafa komið um það, að þetta frv. væri seint á ferð, þá vil ég benda á, að það var lagt fyrir Nd. 7. des. s.l. Ég ætla ekki að fara lengra út í viðræður við þm. Str. um þessi mál nú, þar sem tími er mjög takmarkaður, en ég teldi ekki nema eðlilegt, að hann bæði deildina að fyrirgefa í sambandi við þær ásakanir, sem hann hefur komið með á Sjálfstfl. fyrir fjármálastjórnina, því að þar á hann og hans flokkur stærstu sökina.