13.01.1950
Efri deild: 32. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (445)

51. mál, tollskrá o.fl.

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Á síðasta þingi spurði ég um í sambandi við benzínskattinn, hvort hægt væri að láta slíka skatta verka aftur fyrir sig. Ég fékk þá ekkert svar, hvorki frá ríkisstj. né þeim lögfræðingum, sem sæti eiga í deildinni. Ég taldi þetta ekki hægt og tók því ekki þátt í atkvgr. um það mál. Ég er sömu skoðunar enn og greiði þess vegna ekki atkv.

Till. um að vísa frv. til fjhn. felld með 8:1 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: StgrA.

nei: ÞÞ, GJ, GÍG, HG, HermJ, KK, VH, BSt. PZ, RÞ greiddu ekki atkv.

6 þm. (BBen, BrB, EE, FRV, JJós, LJóh) fjarstaddir.