13.01.1950
Efri deild: 33. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 205 í B-deild Alþingistíðinda. (449)

51. mál, tollskrá o.fl.

Fjmrh. (Björn Ólafsason):

Herra forseti. Ég vona, að umræðum um þetta mál sé brátt lokið á þessum fundi. Ég vil hér aðeins mótmæla því, að ég hafi hér gefið nýja stefnuyfirlýsingu um innheimtu tolla og skatta að geðþótta ríkisstjórnarinnar. Það er hrein fjarstæða. Af hreinni vangá var það, að ekki voru samþ. lög um framlengingu þessara laga fyrir áramótin. Ef þeirri vangá væri ekki um að kenna, þá væri þetta frv. orðið að lögum eins og önnur framlengingarfrumvörp. Hér er svo sem ekki um neitt nýmæli að ræða. Þetta hefur gilt í mörg ár.