07.12.1949
Efri deild: 8. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (464)

22. mál, gengisskráning o.fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Fjhn. tók mál þetta fyrir á fundi sínum. Þetta frv. er staðfesting á brbl., sem áður hafa verið staðfest af ríkisstj. Á áðurnefndum fundi voru 4 nm. mættir, einn var fjarverandi, en hann hefur lýst því yfir við mig persónulega, að hann sé frv. samþykkur, og verður þá að teljast, að 4 nm. mæli með því, enda þótt í nál. standi, að þeir séu ekki nema 3. Fimmti nm. hefur ekki gert grein fyrir afstöðu sinni í málinu. Ég get sagt það fyrir mig persónulega, að þó að ég sé lítið hrifinn af þessari breytingu, þá tel ég það augljóst mál, að ekki hafi verið um annað að ræða og því sé ekki ástæða til þess, að meiri hl. n. fari hér að hreyfa mótmælum gegn frv., og leggja því 4 nm. til, að frv. þetta sé samþ., eins og það liggur hér fyrir.