02.12.1949
Efri deild: 7. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

10. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út 2. júlí 1949 af handhöfum forsetavaldsins. Efni þess er, að við 11. gr. l. nr. 100 frá 29. des. 1948, um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna, skuli bætast nýr málsliður, eins og segir í 1. gr., en 11. gr. l. frá 1948 hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Ríkisstjórnin lætur nú þegar endurskoða reglur um verðlag á viðgerðum á skipum, vélum, veiðarfærum og öðrum útgerðarvörum. Ráðherra skipar tvo fulltrúa með þekkingu á útvegsmálum og skipaviðgerðum, að fengnum tillögum frá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og Fiskifélagi Íslands, til aðstoðar verðlagsyfirvöldunum við verðlagsákvörðunina.“ Sú breyt., sem gerð er með brbl., er, að við gr. bætist, að fulltrúarnir skuli hafa atkvæðisrétt á fundum viðskiptanefndar um verðlagsákvarðanir í útgerðarvörum og skipavíðgerðum.

Fjhn. hefur athugað frv. og er sammála um, að rétt sé að gera þessa breyt. Leggur n. því til, að frv. sé samþ. Eins og nál. ber með sér, var einn nm. fjarstaddur, en hann er mættur hér nú og getur því gert grein fyrir afstöðu sinni. Ég legg til, að frv. sé samþ. og því vísað til 3. umr.