09.01.1950
Neðri deild: 24. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

29. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég á hér brtt. á þskj. 164. Þar er ekki um neinar efnisbreytingar að ræða, heldur aðeins breytingar á orðalagi. Í 1. gr. frv. og einnig í fyrirsögn er talað um aðstoð til útvegsmanna, sem síldveiðar stunda á þessu sumri, þ.e. sumrinu 1949. Nú hafa hvað eftir annað verið samþ. l. um aðstoð við síldarútvegsmenn, og taldi ég því réttara að hafa bæði í 1. gr. og einnig í fyrirsögn ákveðið ártal, þ.e.a.s. hér 1949, en ekki; á þessu sumri.