19.01.1950
Efri deild: 38. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

29. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Gísli Jónsson:

Forseti. Ég vildi nú helzt leggja til, að hæstv. atvmrh. og hæstv. fjmrh. gætu verið viðstaddir umr., því að það er ýmislegt í málinu, sem búið er að ganga í gegnum hv. Nd., en ekki rannsakað til fulls, sem snertir fjármál ríkisins. Ég vildi því beina því til hæstv. forseta og gera það að minni till., hvort hann vildi ekki fresta umr., þar til hæstv. ráðn. gætu verið viðstaddir. Ég mun því fresta ræðu minni að sinni, en vildi gjarna fá að heyra álit hæstv. forseta.