19.01.1950
Efri deild: 38. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

29. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Það er alveg rétt, sem hv. 1. þm. Eyf. sagði, að ég var að tala við hann áðan og segja honum, að ég yrði að fara. Einnig er það rétt, að samkomulag varð um það hjá okkur að ljúka umr., en fresta atkvgr. Þessu er nú mótmælt. Ég hef nú svarað þeim fyrirspurnum, sem fyrir mig hafa verið lagðar, eftir því sem ég mögulega hef getað. En þar sem hv. n. sá ekki ástæðu til þess að kalla mig til yfirheyrslu, er hún afgreiddi málið, væri bezt, að þær fyrirspurnir, ef fleiri væru, sem ég ætti að svara, kæmu til mín milli umr.

Ég legg svo í vald hæstv. forseta, hvort fresta á umr. eða ekki.