10.02.1950
Neðri deild: 44. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 254 í B-deild Alþingistíðinda. (593)

115. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1950

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það er eingöngu vegna þess, að ég var ekki viðstaddur, þegar frv. var lagt hér fram við 1. umr. Þetta frv. er borið fram af nauðsyn, sem öllum hv. þm. er kunnugt um. Það er orðinn fastur gestur hér á þingi eða frv. um svipað efni. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar á reglulegt Alþingi að koma saman 15. febr. ár hvert. Venjulega er það svo, að þingin hafa dregizt, svo að þau þing, sem hafa verið sett á haustin, hafa dregizt fram yfir 15. febr. og allt fram í maí.

Ég á ekki von á, að neinn hv. þdm. hafi neitt við þetta frv. að athuga. Hitt er annað mál, ef menn vildu heldur hafa samkomudaginn t.d. 1. eða 15. okt., þá geri ég það ekki að neinu kappsmáli, þó að ég hafi stungið upp á 10. okt.

Ég vil að öðru leyti leyfa mér að þakka n. fyrir fljóta afgreiðslu málsins.