06.01.1950
Neðri deild: 23. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

84. mál, skipamælingar

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég sé, að hæstv. atvmrh. er ekki viðstaddur, en hann hefur lagt þetta frv. fram, og var það hans að fylgja málinu úr hlaði. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til annars, en að málið gangi til n., því að mál sem þetta eru Alþingi áður vel kunn. Ég mælist því til, að málinu verði nú vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.