11.03.1950
Neðri deild: 64. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (718)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og ég gat um í gær, þá leggur ríkisstj. ríka áherzlu á, að þetta mál verði ekki tafið að nauðsynjalausu. Ég féllst í gær á það fyrir hönd ríkisstj., að umr. um málið yrði frestað þar til í dag. Nú hafa borizt um það tilmæli frá sex hv. þm. Framsfl. að fresta umr. um málið enn um dag. Og mér hefur verið gefið til kynna, að ég þyrfti ekki að óttast, að það mundi tefja málið að verða við þessari beiðni, og kannske gæti það orðið til þess að greiða fyrir málinu. Og ég vil því, fyrir hönd ríkisstj., ekki setja mig gegn þessu, ef hæstv. forseti telur fyrir sitt leyti rétt að verða við því.