02.05.1950
Neðri deild: 94. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Mér er kunnugt um, að 47. málinu hefur verið vísað til nefndar, en mér er sagt, að utanaðkomandi öfl hafi tafið afgreiðslu þess. Það er vægast sagt óviðeigandi, að þinginu sé ekki gefið tækifæri til að afgreiða þessi mál, þótt menn utan þings óski eftir öðru. — Í sambandi við 45. málið vil ég geta þess, að það er komið frá Ed. og fékk þar afgreiðslu, og hér virðist það einnig geta náð samþykki með talsverðum meiri hluta. Ég vænti þess, að vald ráðherra sé ekki orðið svo mikið, að þeir geti komið í veg fyrir, að mál komi fyrir til afgreiðslu.