18.03.1950
Efri deild: 77. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Frsm. 2. minni hl. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Ég fékk rétt í þessu að sjá till. hv. meiri hl. n. og hef því haft nauman tíma til að undirbúa brtt., sem þarf að gera í sambandi við þetta nýja viðhorf, sem skapazt hefur. Ég vil lýsa ánægju minni yfir því, að hv. meiri hl. hefur fallizt á að fella niður 2. gr. Ég tel, að frv. hafi skánað verulega við þessa breytingu og að ekki felist nú í því sú ögrun, sem áður var, gagnvart alþýðusamtökunum. — Önnur brtt. hv. meiri hl. n. er við 7. gr. frv., sem ég hef einnig flutt brtt. við á þskj. 460, en tók aftur til 3. umr. Í brtt. hv. meiri hl. er gert ráð fyrir, að uppbót verði fyrst greidd fyrir apríl, en í frv. er gert ráð fyrir, að það verði fyrir maí, en það virðist erfiðleikum bundið, ef ekki eru gerðar aðrar breytingar, en gert er í till. Vísitalan fyrir apríl er ekki kunn fyrr en um 20. apríl, ef að vanda lætur, og vísitöluuppbót yrði því að greiðast eftir á fyrir þann hluta mánaðarins, sem liðinn væri. Auk þess fer þetta í bága við 7. gr., þar sem gert er ráð fyrir, að laun skuli hækka miðað við næsta mánuð á undan. Þetta virðist hv. meiri hl. ekki hafa athugað. Ég ber því fram skriflega brtt. þess efnis, að grundvallarvísitalan verði miðuð við 1. febr. í stað 1. marz. Ef sú breyt. er gerð, er auðvelt að framkvæma 7. gr. þannig breytta eins og hv. meiri hl. leggur til, annars er það nær ógerningur. Ég vil benda á þetta nú þegar, en ég mun hins vegar halda við brtt. mína við 7. gr., á þskj. 460, en orða hana við 4. gr. Mun ég afhenda hæstv. forseta skriflega brtt. þess efnis. Ef sú till. verður ekki samþ., þá ber ég fram aðra till. til vara, um að kaupið nú skuli talið svara til vísitölunnar 1. jan. 1950, eða 342 stiga. Verði sú till. ekki heldur samþ., hef ég til þrautavara borið fram till. um, að í stað „marz“ í 1. málsgr. 4. gr. komi ,,febrúar“. Ég sé ekki, að hægt sé að samþ. brtt. hv. meiri hl. við 7. gr., nema 4. gr. verði breytt eins og þrautavaratill. mín gerir ráð fyrir. If:g leyfi mér að tilkynna hæstv. forseta, að 5. liður brtt. á þskj. 460 er tekinn aftur. Í stað þess flyt ég þrjár skriflegar brtt., sem ég mun afhenda hæstv. forseta á eftir. — Þegar ég kom inn í hv. d., heyrði ég hæstv. forsrh. segja, að stj. mundi gera ráðstafanir til þess að greiða götu námsmanna. Ég hafði skrifað brtt. við 3. gr. varðandi þetta atriði og tel rétt, að hún komi til atkv. Annars vænti ég þess, verði þessi till. mín ekki samþ., að stj. geri það, sem hún getur í þessum efnum, eins og hæstv. forsrh. gat um. — Á þskj. 460 á ég brtt. nr. 8 við 12. gr., a-lið, og 9. brtt. við 14. gr., hef ég gert grein fyrir þeim áður. Til viðbótar flyt ég svo skriflega brtt. við 5. gr., er fjallar um kaupgjaldsvísitöluna. Ég lagði til við 2. umr., að þessi gr. yrði felld úr frv., en svo varð ekki. Ég leyfi mér því að taka upp till., sem flutt var í Nd. þess efnis, að við gr. bætist, að Hagstofa Íslands skuli einnig reikna vísitölu, er sýni breyt. þá, sem orðið hefur á þjóðartekjum frá því árið 1939, og birta þessa vísitölu samtímis kaupgjaldsvísitölunni. Það er eðlilegt, að upplýsingar um þessi atriði fylgist að. Aðra þýðingu hefur þessi gr. ekki. — Á þskj. 460 hef ég og hv. 6. landsk. flutt brtt. við 11. gr., þess efnis, að aftan við 1. málsgr. bætist nýr málsl., svo hljóðandi: „Þó skal ekki innheimta gjald samkvæmt næstsíðasta málsl. hjá þeim togurum, sem verða fyrir rekstrartapi á gjaldárinu“. Mér urðu það vonbrigði, að hæstv. meiri hl. var ekki með þessari till. minni, en hún kemur hér til atkv. nú. Loks er síðasta skriflega brtt. mín við 13. gr., um það, hvernig haga skuli greiðslu bóta á sparifé, og er hún sama efnis og till., er flutt var af flokksbræðrum mínum í Nd. Landsbankinn átti tal við fjhn. eða einstaka nm. og lagði áherzlu á það, að eins og gr. væri nú, væri nær ógerningur að hafa framkvæmd hennar með höndum. Auk þess er hér um svo mikla útþynningu að ræða, að þetta verður næstum því einskis virði í raun. Þetta er hégómi, sem frekast villir sýn, verður nær ókleift í framkvæmd, að sögn Landsbankans, og kostar stórfé og langan tíma. — Ég hef svo ekki fleiri brtt. í þetta sinn. Ég mun afhenda hæstv. forseta þær skriflegu brtt., sem ég ber fram, um leið og ég tek aftur 5. brtt. á þskj. 460, eins og áður er sagt.