15.05.1950
Neðri deild: 101. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (82)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Forseti (SB) :

Eins og hv. þingmenn vita, er Alþingi nú að ljúka störfum, og verða forsetar að hafa samstarf við hæstv. ríkisstjórn um framgang mála, og því þurfa hv. þingmenn ekki að furða sig á, þótt mál, sem skammt eru á veg komin, séu ekki tekin á dagskrá. Forseti er alls ekki að sýna einstökum málum né þingmönnum neina persónulega óvild með því að taka málin ekki á dagskrá, heldur er nú ekki annars kostur.