28.02.1950
Efri deild: 65. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (872)

53. mál, eignakönnun

Forseti (BSt):

Út af tilmælum hv. þm. Barð. (GJ) um að fresta málinu, til þess að fjhn. geti rætt við framtalsn., skal ég geta þess, að ég býst við, að þess sé tæplega þörf. Framtalsn. hefur tvisvar rætt við fjhn., og það, sem hún lagði áherzlu á, var að fá skýrari fyrirmæli. Hún taldi fyrirmælin í l. ekki nógu skýr. Aftur á móti lögðu þeir ekki mikla áherslu á það, hvort upphæðin væri ákveðin eitt eða annað. Fjhn. vildi verða við þeim tilmælum framtalsn. að gera ákvæði l. skýrari og mælti þess vegna með frv., að vísu með eðlilegum breytingum, að henni virtist. En þó að ég sjái ekki ástæðu til að fresta umr. af þessum ástæðum, þá sýnast mér allar horfur á því, að umr. verði ekki lokið á þessum fundi. Af þeim ástæðum er umr. frestað og málið tekið af dagskrá.