03.03.1950
Neðri deild: 59. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (885)

53. mál, eignakönnun

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta frv., sem er komið frá hv. Ed. og hefur þar verið athugað í n. og lagfært þannig, að lögin verða framkvæmanleg fyrir nefndina, sem á að framkvæma þau, en samkv. orðanna hljóðan, eins og frv. var, gat n. ekki gert hinn nauðsynlega útreikning. Nú hefur orðið um það samkomulag í hv. Ed., hvernig skatturinn skuli reiknaður, og mun n. telja þá breyt. nægjanlega til þess, að hún geti lokið störfum.