18.01.1950
Sameinað þing: 19. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í B-deild Alþingistíðinda. (896)

97. mál, fjáraukalög 1946

Atvmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Það liggur við, að ég taki mér bessaleyfi að standa upp fyrir hæstv. fjmrh., sem gat ekki mætt. Mér sýnist það vera afgreiðsluatriði að uppfylla það form að koma málinu á framfæri, til þess að það geti haldið áfram til 2. umr. og fjvn.

Eins og segir í aths. við frv., þá hefur í mörg ár verið lagt fram frv. til fjáraukalaga, byggt að öllu leyti á till. yfirskoðunarmanna og að efni til alveg samhljóða ríkisreikningnum, þannig að allar umframgreiðslur, sem óskað er aukafjárveitingar fyrir, eru þar greindar. Ríkisreikningurinn er lagður fram sem fylgiskjal með og grundvöllur undir frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningnum. Alveg á sama hátt mætti hann vera grundvöllur undir frv. til fjáraukalaga, þegar till. víkja í engu frá honum, og í fjölda ára hefur Alþingi samþykkt frv. til fjáraukalaga ábreytt frá því, sem ríkisreikningurinn hefur talið umframgreiðslur. Þess vegna hefur ráðuneytið nú, til þess að spara fyrirhöfn og prentunarkostnað, ákveðið að leggja frv. til fjáraukal. fram á svipaðan hátt sem frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningnum, og er vísað í ríkisreikninginn um sundurliðun umframgreiðslnanna.

Ég vil vænta þess, að Alþingi vilji að lokinni umr. um þetta mál vísa því til 2. umr.