05.12.1949
Sameinað þing: 7. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (90)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Kjörbréfan. hefur athugað kjörbréf Erlends Þorsteinssonar og telur engan vafa á því leika, að hann er annar varauppbótarmaður Alþýðuflokksins. Einnig hefur n. athugað bréf frá Guðm. Í. Guðmundssyni, þar sem hann kveðst ekki treysta sér til að taka sæti Hannibals Valdimarssonar, og enda þótt hér liggi ekki fyrir kjörbréf hans, þá mun hann efalaust vera fyrsti varamaður flokksins, og leggur n. það til ágreiningslaust, að Erlendur Þorsteinsson taki sæti Hannibals Valdimarssonar, þar sem ekkert hefur þótt athugavert við kjörbréf hans.