26.04.1950
Sameinað þing: 40. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (901)

97. mál, fjáraukalög 1946

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjvn. mun ekki vefengja þá viðteknu reglu, sem virðist vera ríkjandi í því efni, sem þessi brtt. frá hv. þm. A-Húnv. og fleiri fjallar um. Hún mun þess vegna fyrir sitt leyti fallast á, að þessi brtt. verði samþ.

En í sambandi við það, sem hv. þm. A-Húnv. sagði, að þetta fjáraukalagafrv. hefði ekki verið samið af yfirskoðunarmönnum, heldur hlutaðeigandi rn., þá skiptir það ekki máli í þessu sambandi beinlínis, en ég vil samt benda á, að í aths. með frv. frá rn. er tekið fram, að þetta frv. sé byggt á till. endurskoðendanna. Ég vil aðeins geta þess vegna þess, að það má nærri geta, að hér er ekki um mikla endurskoðun að ræða hjá n. Hún hefur ekki tök á því. Hún bar frv. aðeins saman við niðurstöðutölurnar á landsreikningi, en hún hafði það í huga, að það væri öruggara fyrir það, að endurskoðendurnir, eftir því sem aths. við frv. báru með sér, virtust hafa lagt síðustu hönd á frv.