04.01.1950
Sameinað þing: 13. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (StgrSt):

Ég vil nú leyfa mér að bjóða báða þessa hv. þm. velkomna til starfa, en sérstaklega er gleðilegt að sjá hér aftur hv. 2. þm. Árn., sem er nýstaðinn upp úr þungri legu.

Þá þarf sá hv. þm., sem er 2. landsk. varaþm. og ekki hefur áður átt sæti á Alþingi, að undirrita drengskaparheit, og fer það nú fram. — [Magnús Kjartansson undirritar drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]

Þá hefur hv. 2. landsk. varaþm. undirritað drengskaparheit sitt.