10.01.1950
Sameinað þing: 15. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Kjörbréfan. kom saman á fund áðan til að athuga kjörbréf Guðmundar Í. Guðmundssonar. Var meiri hl. hennar mættur, og hafði hún ekkert við að athuga það kjörbréf, og leggur því samhljóða til, að það verði tekið gilt, að Guðmundur Í. Guðmundsson, sem er fyrsti varamaður Alþfl., taki sæti Hannibals Valdimarssonar, 6. landsk., þar sem 2. varamaður Alþfl. hefur nú vikið af þingi. Mælir því n. eindregið með því, að kjörbréf Guðmundar Í. Guðmundssonar verði tekið gilt og hann taki nú sæti hér á Alþ.