18.12.1950
Efri deild: 43. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

41. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það er nú svo, að það er ekki alltaf auðvelt að segja með vissu, hvernig á að skilja og skýra lög, og eru ljós dæmi um það. Beztu lögfræðingar landsins, m.a. einn prófessor og dómari í hæstarétti, fór út í tvö mál, annað, sem snerti hann sjálfan, en hitt, sem hann ráðlagði öðrum að hefja. Hann sótti þessi mál sjálfur, en tapaði þeim báðum. Eitt atriði er . aldrei samið svo, að ekki sé hægt að deila um það. Það hefur verið talið, að þetta ákvæði, sem hér um ræðir, ætti við hæstaréttardómara. Hv. 1. þm. Eyf. kom með tilfelli, þar sem um algerlega hliðstætt dæmi er að ræða. Þetta heyrir undir sama atriði, en úr því verður að skera af dómstólunum. Það eru lögð niður embætti dómara og ekki talið, að þeir væru verndaðir af þessu ákvæði, og það eru fleiri embætti en það, sem ég gegndi einu sinni. Sennilega ekki talið, að þessir dómarar hafi umboðsstarf á hendi. Það hefur jafnan verið litið svo á, að það væru dómarar hæstaréttar, sem væru verndaðir af þessu ákvæði.