23.10.1950
Neðri deild: 7. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (1028)

33. mál, gengisskráning o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Frv. þetta er staðfesting á bráðabirgðalögum, gefnum út í sambandi við gengislögin 1950. Er farið var að athuga um framkvæmd á þessum lögum, kom í ljós, að hún mundi verða örðug, ef þessi breyt. yrði ekki gerð: að skattstjórinn í Rvík beri ábyrgð á skattlagningunni. Hún stefnir sem sagt að því að gera framkvæmdina einfaldari og umsvifaminni en ella mundi. Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjhn.