28.11.1950
Neðri deild: 29. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í B-deild Alþingistíðinda. (1046)

33. mál, gengisskráning o.fl.

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Ríkisstj. eru ljósir þeir örðugleikar, sem ýmis hraðfrystihús hafa við að stríða og hv. 2. þm. N-M. gat um. Það hefur ekki tekizt að fá tekjur samkv. þessari lagagrein, og það þýðir ekki, eins og komið er, að vænta, að þessar tekjur komi þaðan í bráð. En stj. hefur fullan hug á að líta á örðugleika þessara aðila og hefur nú í athugun, á hvern hátt sé hægt að bæta úr því, sem þessar tekjur í 11. gr. áttu að gera.