08.12.1950
Neðri deild: 34. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

33. mál, gengisskráning o.fl.

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Það er út af 1. dagskrármálinu, sem hefur verið frestað vegna tilmæla frá mér, svo að ríkisstj. gæti rætt till. á þskj. 235 frá hv. þm. Ísaf. Ríkisstj. hefur nú athugað málið, og þar sem hún getur ekki fallizt á till., en hefur í hyggju að flytja till. um málið í hv. Ed., þá óska ég ekki eftir frekari drætti á málinu.

Á sama fundi var fram haldið 3. umr. um frv.