28.11.1950
Efri deild: 27. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (1146)

107. mál, bifreiðalög (viðurlög)

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég þakka hv. n. fyrir góða afgreiðslu og greiða á þessu máli. Ég get eftir atvikum verið sammála þeim aths., sem hv. frsm. n. kom með, að efni þeirra aths., sem ég hreyfði við 1. umr., þyrfti frekari athugunar við, áður en það sé fært í lagabókstaf, sem ég talaði um, þó ég hins vegar telji, að þar sé um mjög athyglisvert atriði að ræða. Eðlilegast mun vera, að ríkisstj. athugi á lengri tíma, hvað henni sýnist rétt í því, þar sem hér er um það mál að ræða, sem gæti orðið til þess, að menn lentu í óþörfu hnjaski af þessum sökum.