02.11.1950
Neðri deild: 14. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í B-deild Alþingistíðinda. (1310)

55. mál, Náttúrugripasafn Íslands

Viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Í byrjun ársins 1947 tók ríkið við rekstri náttúrugripasafnsins og síðan hefur nauðsynlegur kostnaður við rekstur þess verið settur á fjárlög. Sérstök lög gilda um landsbókasafnið og þjóðskjalasafnið, og þykir því hlýða, að svipuð lög gildi um þetta safn einnig. Ég tel óþarft að fara um þetta fleiri orðum, en óska, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn.