15.12.1950
Efri deild: 41. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í B-deild Alþingistíðinda. (1433)

144. mál, eignakönnun

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv. hefur legið fyrir fjhn., og hefur hún orðið sammála um að leggja til, að það nái fram að ganga. Það skal tekið fram um þetta atriði, að svo virðist sem allur kostnaður við útreikning þessa skatts, sem um ræðir í þessum kafla, sé tekinn af þessu fé, og mun það sennilega heldur rýra hag bæjar- og sveitarfélaga, en þarna mun sennilega vera erfitt að setja takmörk. En þetta hefur sem sagt ekki legið fyrir til umr. á nefndarfundi, og getur þá verið ástæða til, að það komi fram við 3. umr. En það getur verið, að ríkisstj. hugsi sér að hafa þessa skipun eins og minnzt hefur verið á. Mér skilst, að þetta atriði sé svona, og ef það er ekki rétt, þá mun hæstv. fjmrh. gefa skýringu á því.