06.02.1951
Neðri deild: 64. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

144. mál, eignakönnun

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég verð því miður að óska þess enn, að umræðum um þetta mál verði frestað, þar sem mér hefur ekki tekizt að ganga frá því samkomulagi, sem ég hafói von um, að mundi kannske nást um breyt. á þessu. Ég hef rætt það við einstaka nm. og form. fjvn. Hér er ekki um neitt deiluatriði að ræða, heldur aðeins annað form á skattinum, sem hér er um að ræða, og þess vegna hafði okkur talazt þannig til, form. fjvn. og mér, að ég ræddi málið áður við fjmrh., en frá honum er frv. komið. En því miður hef ég ekki getað komið því við að eiga þessar viðræður við hann nú, og þess vegna ber ég enn fram þessa ósk um frestun, en vona, að það geti legið fyrir á næsta fundi.