01.03.1951
Efri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í B-deild Alþingistíðinda. (1528)

2. mál, hlutatryggingasjóður bátaútvegsins

Forseti (BSt):

Ég tek það fram út af því, sem hv. þm. Vestm. sagði, að eftir að hafa heyrt yfirlýsingu hæstv. fjmrh., virðast mér engar líkur til þess, að frestun á málinu breyti nokkru um, enda óvíst, eftir því sem mér skilst, að hæstv. ráðh. geti gefið nokkur loforð um þetta mál, því að vitað er, að ríkisstj. öll er með í ráðum um fjárlagafrv. En ef hv. deild vill og virðist það vera leið til samkomulags, þá hef ég ekki á móti því, að málinu sé frestað um stund, en ég sé ekki, að það breyti neinu.