06.02.1951
Efri deild: 65. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (1581)

79. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Eftir að málið var afgr. við 2. umr., barst allshn. umsókn frá Ingvald Förelund, fæddum í Noregi, um veitingu ríkisborgararéttar. Hann uppfyllti þau skilyrði, sem n. hefur sett sér um veitingu þessa réttar, og er því á þskj. 630 lagt til, að þessi umsækjandi verði tekinn inn í frumvarpið.